Erlent

Lést eftir árás tígrisdýrs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um malasískt tígrisdýr var að ræða en tegundin er í útrýmingarhættu.
Um malasískt tígrisdýr var að ræða en tegundin er í útrýmingarhættu. vísir/getty
Kona sem var starfsmaður dýragarðsins á Palm Beach í Flórída lést í dag eftir að tígrisdýr í dýragarðinum réðst á hana. Árásin átti sér stað inni á lokuðu svæði sem gestir dýragarðsins hafa ekki aðgang að og því urðu þeir ekki vitni að árásinni.

Um malasískt tígrisdýr var að ræða en tegundin er í útrýmingarhættu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Palm Beach var dýrinu gefið róandi áður en hægt var að fara inn á svæðið og hlúa að starfsmanninum sem dýrið hafði ráðist á. Farið var með konuna, sem var alvarlega særð, á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×