Skoðun

Meinatæknir eða lífeindafræðingur?

Áslaug Stefánsdóttir skrifar
Einn morgun í blóðtökum spurði mig sjúklingur „Hvort nafnið þykir þér nú vænna um?“. Mér varð svara vant og sagði „æ ég veit það ekki“. Seinna um kvöldið vissi ég svarið. Mér þykir vænt um starfið mitt.

Starfið sem ég hef sinnt í yfir 40 ár. Ég hef unnið á rannsóknastofu þar sem við grandskoðum blóð, þvag, mænuvökva, saur, liðvökva og fleira með hjálp flókinna tækja, smásjáa og með berum augum. Með smásjárskoðun á liðvökva má til dæmis greina hvort um sýkingu eða þvagsýrugigt er að ræða.

Í blóði mælum við efni sem benda  til nýrna- hjarta- eða lifrasjúkdóma. Eftir niðurstöður frá rannsókn er fylgst með gangi sjúkdóma, sjúkdómar staðfestir eða útilokaðir. Lífeindafræðingar vinna á ýmsum rannsóknastofum, til dæmis í klínískri lífefnafræði, blóðmeinafræði, sýklafræði, vefjafræði, veirufræði sameindaerfðafræði og ekki má gleyma blóðbanka. Það má segja að við séum dálítið falin stétt.




Skoðun

Sjá meira


×