Sannfærð um að flokkurinn muni sameinast aftur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 11:57 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis. Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis.
Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira