„Skip koma bara og setja fólk í land“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:45 Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt. Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt.
Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57
Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30