Erlent

Ráðist að þingkonunni Laurianne Rossi á markaði í París

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Laurianne Rossi tilheyrir flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
Laurianne Rossi tilheyrir flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Vísir/AFP
Maður hefur verið handtekinn eftir að hafa kýlt þingkonuna Laurianne Rossi, sem tilheyrir flokki Emmanuel Macron Frakklandsforseta, í andlitið á markaði í úthverfi Parísar.

Maðurinn var ósáttur með flokk hennar og forseta og jós hann yfir hana fúkyrðum áður en hann réðst að henni. Maðurinn var skömmu seinna yfirbugaður af starfsmönnum markaðarins og almennum borgurum sem áttu leið hjá.

Rossi segist vera í áfalli eftir árásina. „Ég reyndi að ræða við hann en þá kýldi hann mig fast og flúði svo,“ sagði Rossi.

Í kjölfarið tísti hún að engin pólitískur ágreiningur gæti réttlætt ofbeldi, því síður þegar það beinist gegn þingmönnum og konum.

Fyrr í sumar var franska þingkonan Nathalie Kosciusko kýld svo hún missti meðvitund. Sá maður kallaði hana „þéttbýlishipster“ áður en hann kýldi hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×