Erlent

Tveir látnir eftir skotárás á skemmtistað í Þýskalandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Árásin varð á skemmtistaðnum Grey.
Árásin varð á skemmtistaðnum Grey. vísir/afp
Tveir eru látnir og þrír alvarlega særðir eftir skotárás á skemmtistað í þýsku borginni Konstanz í nótt. Árásarmaðurinn lét lífið í skotbardaga við lögreglu.

Mikil ringulreið skapaðist þegar maðurinn hóf skothríð inni á staðnum og að sögn viðstaddra hljóp fólk í felur og flúði út af staðnum. Dyravörður staðarins er á meðal hinna særðu en hann fékk í sig skot þegar hann reyndi að stöðva árásarmanninn. Lögreglumaður meiddist lítillega í skotbardaganum.

Þýska lögreglan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að byssumaðurinn hafi verið 34 ára írakskur ríkisborgari. Hann hafði verið búsettur í Þýskalandi í mörg ár og var ekki hælisleitandi. Árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverk, en unnið er að því að finna út hvort maðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Ekki er vitað hvað honum gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×