Clinton gengst við ábyrgð á tapinu gegn Trump: Utanaðkomandi öfl samt áhrifamikil Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 21:46 Hillary Clinton. Vísir/EPA Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira