Clinton gengst við ábyrgð á tapinu gegn Trump: Utanaðkomandi öfl samt áhrifamikil Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 21:46 Hillary Clinton. Vísir/EPA Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira