Zlatan bjargaði stigi | Úrslit kvöldsins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 21:00 Zlatan var sár og svekktur að fá aðeins eitt stig í kvöld. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic sá til þess að Man. Utd fékk eitt stig í leiknum gegn Everton í kvöld. Hann jafnaði þá leikinn með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans. Phil Jagielka kom Everton yfir í fyrri hálfleik. Löglegt mark var tekið af Zlatan í síðari hálfleik er hann var dæmdur rangstæður. Sá dómur var rangur. Þetta var níunda jafntefli Man. Utd á heimavelli í vetur. Leicester City vann sinn fimmta leik í röð er það kláraði Sunderland. Liðið getur ekki hætt að vinna undir stjórn Shakespeare. Jóhann Berg Guðmundsson gat svo ekki leikið með Burnley vegna meiðsla er liðið lagði Stoke, 1-0.Úrslit kvöldsins: Burnley-Stoke 1-0 Leicester-Sunderland 2-0 Watford-WBA 2-0 Man. Utd-Everton 1-1 Fylgst var með gangi mála í kvöld og má sjá það hér að neðan.Bein textalýsing:20.53: Leik lokið á Old Trafford. Lokatölur 1-1.20.52: Man. Utd - Leicester 1-1 !!!!!!! Zlatan jafnar úr víti í uppbótartíma. Hendi dæmd á Ashley Williams sem fékk svo að líta rauða spjaldið.20.47: United með tvö fín færi en eru ótrúlegir klaufar fyrir framan markið.20.43: Watford skellir WBA, 2-0. Aðeins einn leikur eftir. Enn 0-1 fyrir Everton á Old Trafford.20.39: Burnley leggur Stoke. Ótrúlega seigir. 1-0 lokatölur.20.36: Leicester vinnur 2-0 sigur á Sunderland. Fimm sigrar í röð með Shakespeare. Eins og í lygasögu. Sunderland ekki skorað í sex leikjum í röð eða í 540 mínútur. Ekkert fararsnið samt á Moyes.20.20: Zlatan skorar með skalla en markið dæmt af vegna rangstöðu. Afar tæpt og sóknarmaðurinn var klárlega ekki að njóta vafans. Í endursýningu sést að þetta var kolrangur dómur. Mark tekið af United þarna.20.19. Leicester - Sunderland 2-0 !!!! Jamie Vardy með sitt sjöunda mark í síðustu níu leikjum. Hann er líka búinn að gefa tvær stoðsendingar í þessum níu leikjum. Leicester að loka þessum leik.20.12. Leicester - Sunderland 1-0 !!!! Aumingja Moyes. Islam Slimani með markið fyrir Leicester.20.00. Burnley-Stoke 1-0 !!!! Burnley er ótrúlegt lið á heimavelli og því kemur lítið á óvart að Jói Berg og félagar séu komnir yfir. George Burley með markið.19.55. WATFORD - WBA 2-0 !!! Watford er ekkert að leika sér og hinn seigi Troy Deeney var að koma Watford í 2-0. Hann er þar með kominn í tíu mörk sjötta tímabilið í röð.19.52: Hálfleikur á Old Trafford. Everton leiðir, 0-1. Mourinho hlýtur að íhuga breytingar strax í leikhléi.19.36: Hálfleikur í fyrri leikjunum þremur. Watford 1-0 yfir gegn WBA en markalaust hjá Leicester og Sunderland sem og hjá Burnley og Stoke.19.22: MAN. UTD - EVERTON 0-1 !!!!! Gestirnir komast yfir. Hár boltinn inn í teignum sem endar með því að Phil Jagielka setur tána í hann, með Marcos Rojo í bakinu, og boltinn lekur inn. Kæruleysislega gert hjá heimamönnum að verjast þessu ekki betur.19.15: Marcus Rashford byrjar mjög vel í liði United í kvöld en ekki nógu vel því hann var að klúðra dauðafæri.19.02: Okkar menn í Stoke frekar fyrirsjáanlegir í kvöld. 94,4 prósent sendinga upp völlinn fara til vinstri á Erik Pieters. Ekki einn bolti kominn upp hægra megin.18.57: WATFORD-WBA 1-0 !!!! Auðvitað mátti ekki minnast á markaleysi og þá kom mark. M'Baye Niang búinn að skora fyrsta mark kvöldsins fyrir Watford gegn WBA.18.56: Engin mörk komin en mikið af löngum sendingum í leik Burnley og Stoke.18.45: Þrír leikir af fjórum farnir af stað. Leikur Man. Utd og Everton hefst klukkan 19.00.18.36: Jose Mourinho segist hafa verið hundóánægður með Mkhitaryan í síðasta leik og því sé hann ekki leikfær. Pogba er aftur á móti ekki leikfær. Valencia er þreyttur og því er hann hvíldur. Rooney er slæmur í báðum ökklum og því ekki í hópnum.18.32: Stjórnarformaður Leicester City á afmæli. Áhorfendur á King Power fá af því tilefni gefins kökusneið og bjór. Talað um það sé mögnuð tvenna.18.29: Leicester kemur með sjálfstraustið í botni í leikinn gegn Sunderland þar sem liðið er búið að vinna fimm leiki í röð. Það er aftur á móti sjóðheitt undir David Moyes, stjóra Sunderland, og ekki síst eftir að hann sagðist vilja slá fréttakonu utan undir. Það sló ekki beint í gegn hjá honum en Sunderland stendur með honum. Enn sem komið er.18.24: Það eru þrjár breytingar á liði Man. Utd frá síðasta leik er liðið gerði markalaust jafntefli gegn WBA. Ander Herrera og Zlatan koma til baka eftir bann en Daley Blind tekur stöðu Antonio Valencia í bakverðinum. Mkhitaryan og Martial er hent á bekkinn en Fellaini er að sjálfsögðu í liðinu. Pogba og Shaw eru líka á bekknum en Wayne Rooney er ekki í leikmannahópnum. Það eru tvær breytingar hjá Everton eftir tapið gegn Liverpool. Gareth Barry og Kevin Mirallas koma inn fyrir Matthew Pennington og Dominic Calvert-Lewin.18.00 Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld en þar ber hæst viðureign Manchester United og Everton. Er United að fara að gera tólfta jafnteflið á tímabilinu? Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic sá til þess að Man. Utd fékk eitt stig í leiknum gegn Everton í kvöld. Hann jafnaði þá leikinn með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans. Phil Jagielka kom Everton yfir í fyrri hálfleik. Löglegt mark var tekið af Zlatan í síðari hálfleik er hann var dæmdur rangstæður. Sá dómur var rangur. Þetta var níunda jafntefli Man. Utd á heimavelli í vetur. Leicester City vann sinn fimmta leik í röð er það kláraði Sunderland. Liðið getur ekki hætt að vinna undir stjórn Shakespeare. Jóhann Berg Guðmundsson gat svo ekki leikið með Burnley vegna meiðsla er liðið lagði Stoke, 1-0.Úrslit kvöldsins: Burnley-Stoke 1-0 Leicester-Sunderland 2-0 Watford-WBA 2-0 Man. Utd-Everton 1-1 Fylgst var með gangi mála í kvöld og má sjá það hér að neðan.Bein textalýsing:20.53: Leik lokið á Old Trafford. Lokatölur 1-1.20.52: Man. Utd - Leicester 1-1 !!!!!!! Zlatan jafnar úr víti í uppbótartíma. Hendi dæmd á Ashley Williams sem fékk svo að líta rauða spjaldið.20.47: United með tvö fín færi en eru ótrúlegir klaufar fyrir framan markið.20.43: Watford skellir WBA, 2-0. Aðeins einn leikur eftir. Enn 0-1 fyrir Everton á Old Trafford.20.39: Burnley leggur Stoke. Ótrúlega seigir. 1-0 lokatölur.20.36: Leicester vinnur 2-0 sigur á Sunderland. Fimm sigrar í röð með Shakespeare. Eins og í lygasögu. Sunderland ekki skorað í sex leikjum í röð eða í 540 mínútur. Ekkert fararsnið samt á Moyes.20.20: Zlatan skorar með skalla en markið dæmt af vegna rangstöðu. Afar tæpt og sóknarmaðurinn var klárlega ekki að njóta vafans. Í endursýningu sést að þetta var kolrangur dómur. Mark tekið af United þarna.20.19. Leicester - Sunderland 2-0 !!!! Jamie Vardy með sitt sjöunda mark í síðustu níu leikjum. Hann er líka búinn að gefa tvær stoðsendingar í þessum níu leikjum. Leicester að loka þessum leik.20.12. Leicester - Sunderland 1-0 !!!! Aumingja Moyes. Islam Slimani með markið fyrir Leicester.20.00. Burnley-Stoke 1-0 !!!! Burnley er ótrúlegt lið á heimavelli og því kemur lítið á óvart að Jói Berg og félagar séu komnir yfir. George Burley með markið.19.55. WATFORD - WBA 2-0 !!! Watford er ekkert að leika sér og hinn seigi Troy Deeney var að koma Watford í 2-0. Hann er þar með kominn í tíu mörk sjötta tímabilið í röð.19.52: Hálfleikur á Old Trafford. Everton leiðir, 0-1. Mourinho hlýtur að íhuga breytingar strax í leikhléi.19.36: Hálfleikur í fyrri leikjunum þremur. Watford 1-0 yfir gegn WBA en markalaust hjá Leicester og Sunderland sem og hjá Burnley og Stoke.19.22: MAN. UTD - EVERTON 0-1 !!!!! Gestirnir komast yfir. Hár boltinn inn í teignum sem endar með því að Phil Jagielka setur tána í hann, með Marcos Rojo í bakinu, og boltinn lekur inn. Kæruleysislega gert hjá heimamönnum að verjast þessu ekki betur.19.15: Marcus Rashford byrjar mjög vel í liði United í kvöld en ekki nógu vel því hann var að klúðra dauðafæri.19.02: Okkar menn í Stoke frekar fyrirsjáanlegir í kvöld. 94,4 prósent sendinga upp völlinn fara til vinstri á Erik Pieters. Ekki einn bolti kominn upp hægra megin.18.57: WATFORD-WBA 1-0 !!!! Auðvitað mátti ekki minnast á markaleysi og þá kom mark. M'Baye Niang búinn að skora fyrsta mark kvöldsins fyrir Watford gegn WBA.18.56: Engin mörk komin en mikið af löngum sendingum í leik Burnley og Stoke.18.45: Þrír leikir af fjórum farnir af stað. Leikur Man. Utd og Everton hefst klukkan 19.00.18.36: Jose Mourinho segist hafa verið hundóánægður með Mkhitaryan í síðasta leik og því sé hann ekki leikfær. Pogba er aftur á móti ekki leikfær. Valencia er þreyttur og því er hann hvíldur. Rooney er slæmur í báðum ökklum og því ekki í hópnum.18.32: Stjórnarformaður Leicester City á afmæli. Áhorfendur á King Power fá af því tilefni gefins kökusneið og bjór. Talað um það sé mögnuð tvenna.18.29: Leicester kemur með sjálfstraustið í botni í leikinn gegn Sunderland þar sem liðið er búið að vinna fimm leiki í röð. Það er aftur á móti sjóðheitt undir David Moyes, stjóra Sunderland, og ekki síst eftir að hann sagðist vilja slá fréttakonu utan undir. Það sló ekki beint í gegn hjá honum en Sunderland stendur með honum. Enn sem komið er.18.24: Það eru þrjár breytingar á liði Man. Utd frá síðasta leik er liðið gerði markalaust jafntefli gegn WBA. Ander Herrera og Zlatan koma til baka eftir bann en Daley Blind tekur stöðu Antonio Valencia í bakverðinum. Mkhitaryan og Martial er hent á bekkinn en Fellaini er að sjálfsögðu í liðinu. Pogba og Shaw eru líka á bekknum en Wayne Rooney er ekki í leikmannahópnum. Það eru tvær breytingar hjá Everton eftir tapið gegn Liverpool. Gareth Barry og Kevin Mirallas koma inn fyrir Matthew Pennington og Dominic Calvert-Lewin.18.00 Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld en þar ber hæst viðureign Manchester United og Everton. Er United að fara að gera tólfta jafnteflið á tímabilinu?
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira