46 þúsund Íslendingar leystu út þunglyndislyf í fyrra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 12:33 Mikil aukning hefur orðið í ávísunum þunglyndislyfja hér á landi á undanförnum árum. Mikil aukning hefur orðið í ávísunum þunglyndislyfja hér á landi á undanförnum árum. Notendur slíkra lyfja eru nú rúmlega tuttugu prósent fleiri en árið 2012. Mest er aukningin hjá ungmennum á aldrinum fimmtán til nítján ára, en notendur þunglyndislyfja á þessum aldri eru nú rúmlega sextíu prósent fleiri en fyrir fjórum árum.Þetta kemur fram í samantekt sem embætti Landlæknis birti á vef sínum fyrir helgi. Árið 2016 leystu rúmlega 46.000 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en árið 2012 voru þeir 38.000. Það er aukning upp á 21,7 prósent á fjórum árum, sem verður að teljast mikið. Mesta aukningin er hjá þeim sem yngri eru, en notendum á aldrinum fimmtán til nítján ára fjölgar um 62,2 prósent á þessum tíma. Hjá sama aldurshópi aukast skammtar þunglyndislyfja um 98,4 prósent frá 2012 til 2016. Árið 2012 fengu 444 börn undir átján ára aldri báðum lyfjunum ávísað á sama tíma, en árið 2016 var fjöldinn kominn í 769.Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203 prósent miðað við meðaltal OECD landa. Hæst hlutfall notenda á Íslandi er meðal eldra fólks en árið 2016 fengu um 38 prósent allra Íslendinga á aldrinum 85 til 89 ára ávísað þunglyndislyfjum og yfir 45 prósent þeirra sem eru níutíu ára og eldri. Á vef landlæknis segir að það veki eftirtekt hve margir þeirra sem fá þunglyndislyfjum ávísað séu jafnframt að fá örvandi lyf, og er fjöldi þeirra sem eru á slíkri samhliða lyfjameðferð alltaf að aukast. Mikil notkun þessara lyfja á Íslandi sé umhugsunarverð og að læknasamfélagið þurfi að rannsaka hvort þunglyndi og kvíði séu algengari hér á landi en annarstaðar, eða hvort verið sé að ávísa þessum lyfjum óhóflega. Tengdar fréttir Gríðarleg aukning í sölu á sterkum verkjalyfjum Tvöföldun á sölu sterkra verkjalyfja á borð við Oxycontin hér á landi. Vísir kannar málið. Misnotkun á slíkum lyfjum er mikið vandamál í Bandaríkjunum. 25. apríl 2014 17:08 Íslendingar háma í sig þunglyndislyfin Enn og aftur tróna Íslendingar á toppi lista yfir þær þjóðir sem éta mest af þunglyndislyfjum. 25. febrúar 2015 13:10 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið í ávísunum þunglyndislyfja hér á landi á undanförnum árum. Notendur slíkra lyfja eru nú rúmlega tuttugu prósent fleiri en árið 2012. Mest er aukningin hjá ungmennum á aldrinum fimmtán til nítján ára, en notendur þunglyndislyfja á þessum aldri eru nú rúmlega sextíu prósent fleiri en fyrir fjórum árum.Þetta kemur fram í samantekt sem embætti Landlæknis birti á vef sínum fyrir helgi. Árið 2016 leystu rúmlega 46.000 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en árið 2012 voru þeir 38.000. Það er aukning upp á 21,7 prósent á fjórum árum, sem verður að teljast mikið. Mesta aukningin er hjá þeim sem yngri eru, en notendum á aldrinum fimmtán til nítján ára fjölgar um 62,2 prósent á þessum tíma. Hjá sama aldurshópi aukast skammtar þunglyndislyfja um 98,4 prósent frá 2012 til 2016. Árið 2012 fengu 444 börn undir átján ára aldri báðum lyfjunum ávísað á sama tíma, en árið 2016 var fjöldinn kominn í 769.Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203 prósent miðað við meðaltal OECD landa. Hæst hlutfall notenda á Íslandi er meðal eldra fólks en árið 2016 fengu um 38 prósent allra Íslendinga á aldrinum 85 til 89 ára ávísað þunglyndislyfjum og yfir 45 prósent þeirra sem eru níutíu ára og eldri. Á vef landlæknis segir að það veki eftirtekt hve margir þeirra sem fá þunglyndislyfjum ávísað séu jafnframt að fá örvandi lyf, og er fjöldi þeirra sem eru á slíkri samhliða lyfjameðferð alltaf að aukast. Mikil notkun þessara lyfja á Íslandi sé umhugsunarverð og að læknasamfélagið þurfi að rannsaka hvort þunglyndi og kvíði séu algengari hér á landi en annarstaðar, eða hvort verið sé að ávísa þessum lyfjum óhóflega.
Tengdar fréttir Gríðarleg aukning í sölu á sterkum verkjalyfjum Tvöföldun á sölu sterkra verkjalyfja á borð við Oxycontin hér á landi. Vísir kannar málið. Misnotkun á slíkum lyfjum er mikið vandamál í Bandaríkjunum. 25. apríl 2014 17:08 Íslendingar háma í sig þunglyndislyfin Enn og aftur tróna Íslendingar á toppi lista yfir þær þjóðir sem éta mest af þunglyndislyfjum. 25. febrúar 2015 13:10 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Gríðarleg aukning í sölu á sterkum verkjalyfjum Tvöföldun á sölu sterkra verkjalyfja á borð við Oxycontin hér á landi. Vísir kannar málið. Misnotkun á slíkum lyfjum er mikið vandamál í Bandaríkjunum. 25. apríl 2014 17:08
Íslendingar háma í sig þunglyndislyfin Enn og aftur tróna Íslendingar á toppi lista yfir þær þjóðir sem éta mest af þunglyndislyfjum. 25. febrúar 2015 13:10
Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08