Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Aalesund sem tapaði 1-0 fyrir Sogndal í 15. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.
Adam Örn Arnarson, Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson voru allir í byrjunarliði Aalesund. Enginn þeirra kláraði þó leikinn.
Eina mark leiksins skoraði Nígeríumaðurinn Chidiebere Nwakali strax á 2. mínútu. Hann var svo rekinn af velli þegar sjö mínútur voru til leiksloka en Aalesund tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt.
Aalesund er í 4. sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Rosenborg.

