UFC hefur sent Gunnar Nelson í 45 daga veikindafrí eftir að hann var rotaður á bardagakvöldinu í Glasgow um síðustu helgi.
UFC metur ástand kappanna eftir bardaga og setur þá í frí eftir því hvernig ástand þeirra er hversu.
Fimm bardagakappar í Glasgow mega ekki keppa næstu 180 dagana en Gunnar má snúa aftur í búrið eftir 45 daga.
Þess utan má hann ekkert æfa í 30 daga þannig að hann fer væntanlega í verðskuldað frí núna.

