Þar sat skáldið og skrifaði og teiknaði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 10:45 Hjörleifur Stefánsson var arkitekt að endurgerð hússins. Gröndalshús í Grjótaþorpinu verður opnað almenningi á þjóðhátíðardaginn. Með því verður minning Benedikts Gröndal (1826–1907) skálds og fræðimanns, heiðruð og ævi hans og verk verða kynnt. Ragnhildur Gröndal hefur upp raust sína í húsinu um klukkan 15 og syngur nokkur lög og klukkan 16 mun Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fjalla um Benedikt Gröndal og verk hans. Benedikt bjó í húsinu í tuttugu ár, ásamt dóttur sinni Helgu og tveimur vinnukonum, og þar vann hann sín helstu verk, eins og Dýraríki Íslands og Fuglabókina. Einnig er talið að hann hafi skrifað sjálfsævisögu sína Dægradvöl þar og ritgerðina Reykjavík um aldamótin 1900. Á þeim tíma stóð húsið reyndar við Vesturgötu 16a en nú er það á horni Fischersunds og Mjóstrætis. Það hefur nú verið gert upp og verður rekið sem menningarhús. Vinnuaðstaða fyrir rithöfunda, fræðimenn og þýðendur verður í risi hússins og í kjallaranum er skáldaíbúð þar sem Bókmenntaborgin Reykjavík mun bjóða erlendum listamönnum að dvelja til skemmri tíma til að kynnast íslenskri menningu, landi og þjóð. Frítt er inn í Gröndalshús opnunarhelgina en eftir það verður aðgangseyrir þúsund krónur. Arkitektinn Hjörleifur Stefánsson teiknaði endurgerð hússins en Minjavernd hafði umsjón með endurbótunum. Sýningarhönnuðir eru Snæfríður Þorsteinsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Margmiðlunarsýningu hönnuðu Phoebe Jenkins og Ben Moody en textagerð var í höndum Guðmundar Andra Thorssonar. Sýningarstjórar í húsinu eru Kristín Viðarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir. Gröndalshús verður á forræði Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gröndalshús í Grjótaþorpinu verður opnað almenningi á þjóðhátíðardaginn. Með því verður minning Benedikts Gröndal (1826–1907) skálds og fræðimanns, heiðruð og ævi hans og verk verða kynnt. Ragnhildur Gröndal hefur upp raust sína í húsinu um klukkan 15 og syngur nokkur lög og klukkan 16 mun Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fjalla um Benedikt Gröndal og verk hans. Benedikt bjó í húsinu í tuttugu ár, ásamt dóttur sinni Helgu og tveimur vinnukonum, og þar vann hann sín helstu verk, eins og Dýraríki Íslands og Fuglabókina. Einnig er talið að hann hafi skrifað sjálfsævisögu sína Dægradvöl þar og ritgerðina Reykjavík um aldamótin 1900. Á þeim tíma stóð húsið reyndar við Vesturgötu 16a en nú er það á horni Fischersunds og Mjóstrætis. Það hefur nú verið gert upp og verður rekið sem menningarhús. Vinnuaðstaða fyrir rithöfunda, fræðimenn og þýðendur verður í risi hússins og í kjallaranum er skáldaíbúð þar sem Bókmenntaborgin Reykjavík mun bjóða erlendum listamönnum að dvelja til skemmri tíma til að kynnast íslenskri menningu, landi og þjóð. Frítt er inn í Gröndalshús opnunarhelgina en eftir það verður aðgangseyrir þúsund krónur. Arkitektinn Hjörleifur Stefánsson teiknaði endurgerð hússins en Minjavernd hafði umsjón með endurbótunum. Sýningarhönnuðir eru Snæfríður Þorsteinsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Margmiðlunarsýningu hönnuðu Phoebe Jenkins og Ben Moody en textagerð var í höndum Guðmundar Andra Thorssonar. Sýningarstjórar í húsinu eru Kristín Viðarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir. Gröndalshús verður á forræði Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO.
Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira