

Það verður væntanlega sett áhorfendamet þegar Ísland spilar við Frakkland í 16-liða úrslitum á HM. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi sem er búið að breyta í handboltahöll. Von er á um 28.000 manns.
Starfsmenn Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, eru allt annað en sáttir við yfirmenn á HM þar sem það átti að meina liðinu að taka æfingu á keppnisstað í Lille í dag.
Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, segir að íslenska landsliðið hafi lengst af spilað vel gegn því makedónska í gær.
Líklegt er að aðsóknarmet verði slegið þegar Frakkland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta.
Það er leikdagur hjá strákunum okkar á HM og það þýðir að HM í dag er á dagskrá á Vísi.
Strákarnir okkar eru nú á leið á æfingu á fótboltavellinum glæsilega Stade Pierre-Mauroy en það verður mikil upplifun fyrir þá að koma þangað inn.