Fótbolti

Messi greiðir hugsanlega sekt til að komast af skilorði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi verður líklega feginn ef hann kemst af skilorði.
Messi verður líklega feginn ef hann kemst af skilorði. vísir/getty
Argentínumaðurinn Lionel Messi gæti komist af skilorði á Spáni ef samkomulag næst um að hann greiði sekt.

Messi var dæmdur til 21 mánaða fangelsisvistar sem er í raun bara skilorðsbundinn dómur þar sem enginn fer í fangelsi á Spáni sem fær undir tveggja ára fangelsisdóm.

Messi og faðir hans voru dæmdir sekir fyrir skattsvik. Þeir voru sagðir hafa skotið undan tæpum 500 milljónum króna á árunum 2007 til 2009.

Saksóknari í Barcelona fann út að þeir hefðu verið að fela peninga í skattaskjólum í Belize og Úrúgvæ. Þeir feðgar voru dæmdir til þess að greiða samtals 400 milljón króna sekt. Þeir greiddu svo viljandi einar 580 milljónir króna í viðbót til þess að koma til móts við saksóknara.

Nú er saksóknari til í að sleppa Messi af skilorðinu ef hann greiðir litlar 30 milljónir króna í viðbót til yfirvalda. Það gera 45 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann átti að vera á skilorði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×