Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 11:41 Ungur drengur sem smitaðist í mislingafaraldrinum í Minnesota. Hlutfall bólusetninga í samfélagi fólks af sómölskum ættum þar hefur hrapað síðasta áratuginn. Vísir/Getty Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna. Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna.
Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45
Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30