Gengið vonum framar þrátt fyrir nefbrot í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2017 06:00 Sverrir Ingi Ingason hefur farið afar vel af stað með Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Sjá meira
Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Sjá meira