Gengið vonum framar þrátt fyrir nefbrot í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2017 06:00 Sverrir Ingi Ingason hefur farið afar vel af stað með Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Það er ekki hægt að biðja um öllu betri byrjun en Sverrir Ingi Ingason hefur átt hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu FK Rostov. Sverrir, sem gekk í raðir Rostov frá Granada fyrr í sumar, hefur leikið sex deildarleiki með Rostov, fjórir þeirra hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Eini tapleikur Rostov kom þegar Sverrir var fjarri góðu gamni. „Þetta hefur byrjað vonum framar. Það var smá bras í fyrsta leik, ég nefbrotnaði og missti af leiknum eftir það. En ég hef spilað alla leiki eftir það og gengið hefur verið gott,“ sagði Sverrir í samtali við Fréttablaðið í gær. Rostov er í 3. sæti rússnesku deildarinnar eftir sjö umferðir. Árangur liðsins byggist fyrst og fremst á góðum varnarleik. Rostov hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig og haldið fjórum sinnum hreinu. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk á tímabilinu en Rostov sem hefur þó aðeins skorað átta mörk, þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. „Við höfum verið þéttir til baka og það er erfitt að skora hjá okkur. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sverrir sem hefur verið í atvinnumennsku síðan 2014. Hann var eitt tímabil með Viking í Noregi, tvö ár hjá Lokeren í Belgíu og seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Granada í spænsku úrvalsdeildinni. En hvernig er rússneska deildin samanborið við hinar deildirnar sem Sverrir hefur spilað í? „Hún er ekki neitt voðalega frábrugðin belgísku deildinni. Þetta er líkamleg og taktísk deild. Það er mikið af góðum liðum hérna en svo eru önnur sem eru nokkuð langt á eftir. Þannig að það er smá bil á milli bestu liðanna og hinna,“ sagði Sverrir. Rostov er sem áður sagði í 3. sæti deildarinnar. Rússland fær eitt aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því er til mikils að vinna að lenda í einu af þremur efstu sætum rússnesku deildarinnar í ár. „Það væri gaman að geta blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Það verður erfitt að ná einu af þremur efstu sætunum en við getum vonandi gert eins vel og við getum,“ sagði Sverrir sem er búinn að koma sér vel fyrir í hafnarborginni Rostov við Don. „Þetta hefur verið mjög gott hingað til. Það er voðalega auðvelt að koma inn í svona aðstæður. Það snýst allt um fótbolta hérna. Ef það gengur vel innan vallar er lífið auðvelt utan vallar. Borgin er fín og ég hef komið mér vel fyrir,“ sagði Sverrir. Þrátt fyrir að Sverrir hafi spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum árum hefur hann ekki enn náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins. En eins og Jóhanna Sigurðardóttir veit hann að hans tími mun koma. „Eins og ég hef margoft sagt er ég mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu. Ég er enn þá ungur og veit að mitt tækifæri mun koma. Það er gott að það sé samkeppni í liðinu og hún bætir alla,“ sagði Sverrir. Rostov fær afar krefjandi verkefni í næstu umferð þegar Sverrir og félagar fara til Pétursborgar og mæta toppliði Zenit. „Það er stórleikur og gaman að takast á við þá. Zenit er að ég held með sterkasta leikmannahópinn í ár og mjög færan þjálfara í Roberto Mancini. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, þessir stóru leikir,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira