Að slátra mjólkurkúnni Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar