Að slátra mjólkurkúnni Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun