Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 21:26 Brock Turner. Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómurinn yfir honum var kveðinn upp. Vísir/AFP Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í fyrra fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015, hefur áfrýjað dómnum. Hann fer einnig fram á endurupptöku málsins, að því er fram kemur í frétt CNN. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum á föstudag. Þeir segja réttarhöldin óréttlát og að Turner hafi verið hlunnfarinn um sanngjarna málsmeðferð.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi og svo þrjú ár á skilorði þar sem hann taldi þyngri dómur myndi hafa alvarlega afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að hann hafði hreina sakaskrá og ungs aldurs hans. Turner afplánaði aðeins helming dómsins eða þrjá mánuði.Hnýta í orðalag saksóknara Lögfræðingar Turners gagnrýna orðalag sem saksóknari beitti við réttarhöldin og er farið fram á endurupptöku málsins á grundvelli þess. Saksóknari sagði árásina hafa átt sér stað „á bak við ruslagám“ en lögfræðingarnir halda því hins vegar fram að þolandinn hafi fundist „á algjörlega opnu svæði.“ Með orðalagi sínu segja lögfræðingarnir að saksóknari hafi gert kviðdóminn afhuga framburði Turners. Lykilvitini í málinu á sínum tíma voru tveir sænskir stúdentar sem komu auga á Brock Turner á bak við ruslagam þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu, þolandanum. Bréf sem þolandinn las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakti mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. „Ekki nálægt því að vera glæpur“ Þá segir einnig í áfrýjuninni að Turner hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð vegna þess að ekki var hlustað á framburð vitna sem hefðu getað vottað fyrir manngæsku hans. „Það sem við erum að segja er að það sem gerðist er ekki glæpur,“ sagði lögfræðingur Turners, John Tompkins, í samtali við KNTV. „Þetta gerðist en það var ekki nálægt því að vera glæpur.“ Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem aðeins tók 20 mínútur. Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur. Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Stanford-nauðgarans Losnaði úr fangelsi í gær. 3. september 2016 23:14 Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í fyrra fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015, hefur áfrýjað dómnum. Hann fer einnig fram á endurupptöku málsins, að því er fram kemur í frétt CNN. Lögmenn Turners áfrýjuðu dómnum á föstudag. Þeir segja réttarhöldin óréttlát og að Turner hafi verið hlunnfarinn um sanngjarna málsmeðferð.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Mál Turners vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi og svo þrjú ár á skilorði þar sem hann taldi þyngri dómur myndi hafa alvarlega afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til þess að hann hafði hreina sakaskrá og ungs aldurs hans. Turner afplánaði aðeins helming dómsins eða þrjá mánuði.Hnýta í orðalag saksóknara Lögfræðingar Turners gagnrýna orðalag sem saksóknari beitti við réttarhöldin og er farið fram á endurupptöku málsins á grundvelli þess. Saksóknari sagði árásina hafa átt sér stað „á bak við ruslagám“ en lögfræðingarnir halda því hins vegar fram að þolandinn hafi fundist „á algjörlega opnu svæði.“ Með orðalagi sínu segja lögfræðingarnir að saksóknari hafi gert kviðdóminn afhuga framburði Turners. Lykilvitini í málinu á sínum tíma voru tveir sænskir stúdentar sem komu auga á Brock Turner á bak við ruslagam þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu, þolandanum. Bréf sem þolandinn las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakti mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. „Ekki nálægt því að vera glæpur“ Þá segir einnig í áfrýjuninni að Turner hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð vegna þess að ekki var hlustað á framburð vitna sem hefðu getað vottað fyrir manngæsku hans. „Það sem við erum að segja er að það sem gerðist er ekki glæpur,“ sagði lögfræðingur Turners, John Tompkins, í samtali við KNTV. „Þetta gerðist en það var ekki nálægt því að vera glæpur.“ Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem aðeins tók 20 mínútur. Þá virtist Turner sjálfur ekki sjá eftir glæpnum ef marka má yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að hann var dæmdur.
Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Stanford-nauðgarans Losnaði úr fangelsi í gær. 3. september 2016 23:14 Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sleppur með lágmarksrefsingu fyrir nauðgun: „Mjög pirraður út í helvítis tíkina“ Austin James Wilkerson 22 ára nemi í University of Colorado í Bandaríkjunum var í liðinni viku fundinn sekur um að nauðga 19 ára stúlku í mars 2014. 17. ágúst 2016 15:21
Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56