Danska lögreglan hefur fundið lík af kvenmanni á þeim slóðum þar sem að leitað hefur verið að líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall.
Líkið fannst síðdegis í dag fyrir utan Kaupmannahöfn í Köge-flóa. Lögregla hefur staðfest að líkfundurinn sé nú hluti af rannsókn lögreglu á dauða Wall en enn á eftir að bera kennsl á líkið.
Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen
Peter Madsen, sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi Wall, hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar.
Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn.
Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana.
Lík fannst þar sem Kim Wall er leitað

Tengdar fréttir

Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki
Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin.

Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan.

Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð
Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar.