Erlent

Munu lýsa yfir sigri í Mósúl

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eyðileggingin í gamla hverfi Mósúl er mikil.
Eyðileggingin í gamla hverfi Mósúl er mikil. Vísir/Getty
Gert er ráð fyrir að íröksk stjórnvöld lýsir yfir sigri í Mósúl eftir vaska framgöngu hersins gegn vígamönnum Íslamska ríkisins um helgina.

Írakskir hermenn, studdir loftárásum Bandaríkjahers, hafa reynt að ná borginni aftur á sitt vald frá því um miðjan október á síðasta ári.

Vígamenn ISIS lögðu undir sig borgina á einungis nokkrum dögum sumarið 2014 þaðan sem þeir héldu áfram sigurför sinni um gríðarstór landsvæði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þeir hafa þó tapað umtalsverðum landssvæðum undanfarna níu mánuði og nú virðist sem tekist hafa að reka þá úr Mósúl, einu af höfuðvígjum samtakanna undanfarin ár.

Bardagarnir um helgina hafa verið mjög harðir. Írakski herinn áætlaði að um 300 vígamenn héldu til á um 500 metra svæði í gamla hverfi borgarinnar og að fjölmargir almennir borgarar sætu þar fastir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×