May um Brexit: Bretar verði ekki aðilar að innri markaðnum atli ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 12:52 Ræðu Theresu May var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins. Slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May hélt í morgun ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. May sagði að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum eftir útgöngu. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Í ræðunni sagði May að „miklar fjárveitingar“ Breta til Evrópusambandsins muni nú ljúka. Í frétt BBC kemur fram að May hafi útlistað markmið breskra stjórnvalda þegar kæmi að viðræðunum við ESB í tólf liðum. Á meðal þeirra atriða sem May nefndi voru:Neðri deild breska þingsins greiði atkvæði um lokasamning ESB og Bretlands, áður en hann tekur gildiUnnið verður að því að viðhalda „sameiginlegu ferðasvæði“ milli Bretlands og ÍrlandsBreska stjórnin mun vinna að því að ná sem víðtækustum fríverslunarsamningiMay sagðist vilja að gerður verði tollasamningur við ESBRíkisborgarar aðildarríkja ESB verði áfram velkomnir í Bretlandi „Nú verðum við að stíga skref til baka og spyrja okkur hvers konar land við viljum vera. Ég vil að Bretland muni aftur stíga fram öflugra en áður, öruggara og sameinað. Ég vil að þetta verði raunverulega alþjóðlegt Bretland,“ sagði May."The government will put the final deal agreed between the UK and the EU to a vote in both houses of parliament before it comes into force" pic.twitter.com/KOjtrO40wV— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "The days of Britain making vast contributions to the European Union every year will end" @theresa_may #brexit pic.twitter.com/CSP3nBc0aB— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "No deal for Britain is better than a bad deal for Britain" says @theresa_may as she warns against "punitive deal" that punishes Britain pic.twitter.com/lvmLAPdj20— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 Brexit Tengdar fréttir May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins. Slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May hélt í morgun ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. May sagði að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum eftir útgöngu. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Í ræðunni sagði May að „miklar fjárveitingar“ Breta til Evrópusambandsins muni nú ljúka. Í frétt BBC kemur fram að May hafi útlistað markmið breskra stjórnvalda þegar kæmi að viðræðunum við ESB í tólf liðum. Á meðal þeirra atriða sem May nefndi voru:Neðri deild breska þingsins greiði atkvæði um lokasamning ESB og Bretlands, áður en hann tekur gildiUnnið verður að því að viðhalda „sameiginlegu ferðasvæði“ milli Bretlands og ÍrlandsBreska stjórnin mun vinna að því að ná sem víðtækustum fríverslunarsamningiMay sagðist vilja að gerður verði tollasamningur við ESBRíkisborgarar aðildarríkja ESB verði áfram velkomnir í Bretlandi „Nú verðum við að stíga skref til baka og spyrja okkur hvers konar land við viljum vera. Ég vil að Bretland muni aftur stíga fram öflugra en áður, öruggara og sameinað. Ég vil að þetta verði raunverulega alþjóðlegt Bretland,“ sagði May."The government will put the final deal agreed between the UK and the EU to a vote in both houses of parliament before it comes into force" pic.twitter.com/KOjtrO40wV— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "The days of Britain making vast contributions to the European Union every year will end" @theresa_may #brexit pic.twitter.com/CSP3nBc0aB— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "No deal for Britain is better than a bad deal for Britain" says @theresa_may as she warns against "punitive deal" that punishes Britain pic.twitter.com/lvmLAPdj20— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017
Brexit Tengdar fréttir May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09