Satúrnus í návígi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 11:52 Risavaxinn fellibylur í lofthjúpi Satúrnusar sem Cassini náði á mynd í fyrstu dýfunni inn fyrir hringina 26. apríl. ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Könnunarfarið Cassini lifði af djarfa dýfu á milli reikistjörnunnar Satúrnusar og hringja hans á miðvikudaginn. Myndirnar sem geimfarið sendi til baka sýna reikistjörnuna í návígi sem aldrei fyrr. Tólf ára leiðangri Cassini lýkur í haust en stjórnendur farsins ákváðu að gera það með pompi og prakt. Farinu var komið á braut sem liggur á milli reikistjörnunnar og hringja hennar en þetta er í fyrsta skipti sem geimfar hefur hætt sér svo nærri Satúrnusi. Þegar farið var sem næst lofthjúpi Satúrnusar var Cassini í aðeins 3.000 kílómetra fjarlægð frá skýjunum og aðeins 300 kílómetrum frá sjáanlegri brún hringjanna, samkvæmt frétt Space.com.Ský og rákir í lofthjúpi Satúrnusar á mynd frá Cassini.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteFyrirfram vissu vísindamenn ekki hvort Cassini hefði ferðalagið af þar sem að aðstæður innan hringjanna eru tiltölulega óþekktar. Geimfarið er á svo miklum hraða, 124.000 km/klst miðað við Satúrnus, að jafnvel örsmáar agnir hefðu getað eyðilagt viðkvæm mælitæki þess. Áður en yfir lýkur dýfir Cassini sér 21 sinni á milli hringjanna og Satúrnusar. Leiðangrinum lýkur svo 15. september þegar geimfarið steypir sér ofan í lofthjúp Satúrnusar og brennur upp.Satúrnus og hringir hans á mynd Cassini frá 29. apríl.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteÁstæða þess að Cassini eru valin þessi örlög er sú að vísindamenn vilja ekki taka áhættuna á að geimfarið rekist á tunglið Enkeladus. Þar telja þeir nefnilega að fljótandi vatn sé að finna undir yfirborðinu og þar með sé möguleiki á lífi. Vilja þeir því ekki taka áhættuna á að „smita“ Enkeladus með örverum frá jörðinni sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu. Óunnar myndir frá Cassini er hægt að nálgast á vefsíðu NASA um leið og þær berast. Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Könnunarfarið Cassini lifði af djarfa dýfu á milli reikistjörnunnar Satúrnusar og hringja hans á miðvikudaginn. Myndirnar sem geimfarið sendi til baka sýna reikistjörnuna í návígi sem aldrei fyrr. Tólf ára leiðangri Cassini lýkur í haust en stjórnendur farsins ákváðu að gera það með pompi og prakt. Farinu var komið á braut sem liggur á milli reikistjörnunnar og hringja hennar en þetta er í fyrsta skipti sem geimfar hefur hætt sér svo nærri Satúrnusi. Þegar farið var sem næst lofthjúpi Satúrnusar var Cassini í aðeins 3.000 kílómetra fjarlægð frá skýjunum og aðeins 300 kílómetrum frá sjáanlegri brún hringjanna, samkvæmt frétt Space.com.Ský og rákir í lofthjúpi Satúrnusar á mynd frá Cassini.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteFyrirfram vissu vísindamenn ekki hvort Cassini hefði ferðalagið af þar sem að aðstæður innan hringjanna eru tiltölulega óþekktar. Geimfarið er á svo miklum hraða, 124.000 km/klst miðað við Satúrnus, að jafnvel örsmáar agnir hefðu getað eyðilagt viðkvæm mælitæki þess. Áður en yfir lýkur dýfir Cassini sér 21 sinni á milli hringjanna og Satúrnusar. Leiðangrinum lýkur svo 15. september þegar geimfarið steypir sér ofan í lofthjúp Satúrnusar og brennur upp.Satúrnus og hringir hans á mynd Cassini frá 29. apríl.ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/Space Science InstituteÁstæða þess að Cassini eru valin þessi örlög er sú að vísindamenn vilja ekki taka áhættuna á að geimfarið rekist á tunglið Enkeladus. Þar telja þeir nefnilega að fljótandi vatn sé að finna undir yfirborðinu og þar með sé möguleiki á lífi. Vilja þeir því ekki taka áhættuna á að „smita“ Enkeladus með örverum frá jörðinni sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu. Óunnar myndir frá Cassini er hægt að nálgast á vefsíðu NASA um leið og þær berast.
Tengdar fréttir Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16