Eigum við að hætta að nota hjólið? Þórir Stephensen skrifar 16. júní 2017 07:00 Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að „dekk“ hafi losnað undan farartækjum og valdið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það „dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið „framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans. Uppfinning hjólsins fyrir meira en 5.500 árum hefur verið talin meðal notamestu tækninýjunga veraldarsögunnar og tæknimenning okkar byggir mikið á þessari gömlu og góðu uppgötvun. Þess vegna ofbýður mér, þegar fréttamenn 21. aldarinnar virðast ekki vita, hvað hjól er. Dekk er orð sem málið hefur samþykkt í staðinn fyrir orðið hjólbarði. En það er ekki hjól. Dekk er sérbúinn gúmmíhringur sem settur er utan um hjól á farartæki og yfirleitt fylltur lofti til að gera akstur á hjólinu þægilegri. Á reiðhjóli köllum við hjólhringinn gjörð, en á bifreið gjarnan felgu, sem er íslenskun á danska orðinu „fælge“. Það er held ég sárasjaldgæft að dekk fari af felgu eða gjörð farartækis á ferð. Enda voru fréttamennirnir ekki að segja okkur satt í ofannefndum tilvikum. Það sem fór af farartækjunum var felga/gjörð + dekk = hjól. Annað þessu óskylt, en þó varðandi málfar, sá ég í dag, 13. júní. Þar var talað um að láta andstæðinga Íslands í íþróttum „bíta í gras“. Hið rétta orðalag er að láta menn „lúta í gras“. Þar að auki hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð, að menn „bíti í gras“, hitt er er lenskan, að skepnur „bíti gras“, sbr. grasbítir. Í knattleikjum ýmsum tala fréttamenn einnig oft um „samstuð“. Þetta er úr dönskunni, „sammenstöd“, en á fallegri íslensku heitir þetta „árekstur“. Svo ég ljúki þessu með fáeinum orðum er snerta farartæki á hjólum, langar mig að minna á gamalt og gott nafn á orðinu „stuðari“ á bifreið, en það var í sumra munni „þormur“, komið af sögninni að þyrma. Danir eiga reyndar enn skemmtilegra orð „kofanger“, sem Bogi Ólafsson yfirkennari mun hafa þýtt með hinu dásamlega orði „stórgripaskör“. Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að „dekk“ hafi losnað undan farartækjum og valdið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það „dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið „framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans. Uppfinning hjólsins fyrir meira en 5.500 árum hefur verið talin meðal notamestu tækninýjunga veraldarsögunnar og tæknimenning okkar byggir mikið á þessari gömlu og góðu uppgötvun. Þess vegna ofbýður mér, þegar fréttamenn 21. aldarinnar virðast ekki vita, hvað hjól er. Dekk er orð sem málið hefur samþykkt í staðinn fyrir orðið hjólbarði. En það er ekki hjól. Dekk er sérbúinn gúmmíhringur sem settur er utan um hjól á farartæki og yfirleitt fylltur lofti til að gera akstur á hjólinu þægilegri. Á reiðhjóli köllum við hjólhringinn gjörð, en á bifreið gjarnan felgu, sem er íslenskun á danska orðinu „fælge“. Það er held ég sárasjaldgæft að dekk fari af felgu eða gjörð farartækis á ferð. Enda voru fréttamennirnir ekki að segja okkur satt í ofannefndum tilvikum. Það sem fór af farartækjunum var felga/gjörð + dekk = hjól. Annað þessu óskylt, en þó varðandi málfar, sá ég í dag, 13. júní. Þar var talað um að láta andstæðinga Íslands í íþróttum „bíta í gras“. Hið rétta orðalag er að láta menn „lúta í gras“. Þar að auki hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð, að menn „bíti í gras“, hitt er er lenskan, að skepnur „bíti gras“, sbr. grasbítir. Í knattleikjum ýmsum tala fréttamenn einnig oft um „samstuð“. Þetta er úr dönskunni, „sammenstöd“, en á fallegri íslensku heitir þetta „árekstur“. Svo ég ljúki þessu með fáeinum orðum er snerta farartæki á hjólum, langar mig að minna á gamalt og gott nafn á orðinu „stuðari“ á bifreið, en það var í sumra munni „þormur“, komið af sögninni að þyrma. Danir eiga reyndar enn skemmtilegra orð „kofanger“, sem Bogi Ólafsson yfirkennari mun hafa þýtt með hinu dásamlega orði „stórgripaskör“. Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun