Enski boltinn

Leicester býður Gylfa hærri laun en Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leicetser City er að reyna að fá Gylfa til að skipta um skoðun.
Leicetser City er að reyna að fá Gylfa til að skipta um skoðun. Vísir/Getty
Ensku fjölmiðlarnir eru ekki hættir að grafa upp nýjar fréttir af Gylfa okkar Sigurðssyni.

Gylfi er enn staddur í Wales á meðan liðsfélagar hans í Swansea City eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Gylfi sagði ekki vera í réttu hugarástandi til að ferðast með liðinu á meðan framtíð hans hjá félaginu er svona óljós.

Gylfi hefur sagt það oft að hann vilji spila áfram með Swansea en hann á eftir þrjú ár á samningi sínum. Frábær frammistaða hans á síðustu tímabilum hefur aftur á móti kallað á mikinn áhuga frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa og forráðamenn félagsins hafa hafnað 40 milljón punda tilboðum frá bæði Everton og Leicester City. Þetta eru rosalegar upphæðir en kaupphlaupið milli Everton og Leicester er enn í fullum gangi.

Enskir miðlar höfðu heimildir fyrir því fyrir helgi að Gylfi vildi frekar fara til Everton en til Leicester City en það gæti breyst ef marka má nýjustu fréttir frá Leicester.

Daily Mail segir frá því í frétt hjá sér að Leicetser City sé tilbúið að borga íslenska landsliðsmanninum hærri laun en Everton.

Samkvæmt hemildum Daily Mail þá eru forráðamenn Leicester tilbúnir að bjóða honum 125 þúsund pund í vikulaun eða tæpar 17 milljónir íslenskra króna.  Gylfi væri þá með 2,4 milljónir í laun á dag allt árið um kring.


Tengdar fréttir

Tim Sherwood: Gylfi Sigurðsson er 50 milljón punda virði

Tim Sherwood, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham, fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson og það kemur honum ekki mikið á óvart að verðmiðinn á íslenska landsliðsmanninum sé kominn upp í 50 milljón pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×