Lífið

Breski blaðamaðurinn fær sérsaumaða húfu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Godfrey Hall, breskur blaðamaður, fær nýja húfu.
Godfrey Hall, breskur blaðamaður, fær nýja húfu. Vísir
Svo virðist sem að bón breska blaðamannsins Godfrey Hall til Íslendinga að leita að ákveðinni tegund af húfu hafi borið árangur. 66°Norður ætlar að sérsauma húfuna fyrir Hall.

Hall skrifaði bréf til Velvakanda í Morgunblaðinu sem birtist í dag þar sem hann bað Íslendinga um að leita að húfu frá 66°Norður, sem ber nafnið Katla, í skúffum og skápum.

Hafði hann nefnilega týnt sinni húfu sem var honum kær og orðin að vörumerki fyrir hann en Hall fjallar um ferðir og ferðalög. Hætt er að framleiða húfuna en vildi Hall athuga hvort að einhver Íslendingur sem ætti eintak væri til í að láta sig hafa það.

66°Norður virðist hafa gripið boltann á lofti og ætlar fyrirtækið að láta sérsauma húfuna og koma henni til Hall.

„Við erum búin að finna sniðið af húfunni og saumastofan okkar í Miðhrauni er þegar byrjuð að sauma húfuna. Þessi húfa Katla hefur ekki verið framleidd hjá okkur í nokkur ár og er ekki lengur til,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson hjá 66°Norður.

Bætir hann við að annað hafi ekki verið hægt fyrst að Hall hafi honum hafi þótt svo vænt um húfuna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.