Fótbolti

Hólmar og félagar unnu þrátt fyrir að lenda tvisvar undir | Lokeren fékk skell

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmar hefur verið fastamaður hjá Maccabi Haifa síðan hann kom til félagsins frá norsku meisturunum í Rosenborg.
Hólmar hefur verið fastamaður hjá Maccabi Haifa síðan hann kom til félagsins frá norsku meisturunum í Rosenborg. vísir/getty
Hólmar Örn Eyjólfsson var á sínum stað í vörn Maccabi Haifa sem vann 3-2 sigur á Beitar Jerusalem í úrslitariðli ísraelsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Hólmar og félagar lentu tvisvar undir í fyrri hálfleik en náðu að jafna fyrir hálfleik. Ástralinn Nikita Rukavytsya skoraði svo sigurmarkið á 51. mínútu.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv sem tapaði 1-0 fyrir toppliði Hapoel Be'er Sheva á útivelli.

Íslendingaliðin Maccabi Haifa og Maccabi Tel Aviv mætast um næstu helgi.

Genk rústaði Lokeren, 4-0, í Evrópuriðli belgísku úrvalsdeildarinnar.

Rúnar Kristinsson er þjálfari Lokeren. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar og Gary Martin kom inn á sem varamaður á 59. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×