Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2024 17:15 Hildur (til vinstri í efri röðinni) getur huggað sig við það að án hennar fékk liðið á sig fimm mörk á aðeins tuttugu mínútum. Madríd CFF Hildur Antonsdóttir og stöllur í Madríd CFF voru 1-0 yfir gegn Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona þegar flautað var til hálfleiks í leik liðanna í efstu deild kvenna í knattspyrnu fyrr í dag. Börsungar skoruðu átta mörk í síðari hálfleik. Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Sjá meira
Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Sjá meira