ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 19:05 Gíbraltar er fyrir sunnan Spán en Bretar hafa ráðið þar ríkjum síðan árið 1713. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017 Gíbraltar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja framtíð Gibraltar að veði í komandi Brexit samningaviðræðum við Bretland og þar með styðja tilkall Spánar til yfirráða yfir skaganum, í því sem er aldargömul deila á milli Spánar og Bretlands um skagann, sem er staðsettur sunnan Spánar. Þetta kemur fram í stefnudrögum ESB að komandi samningaviðræðum við Breta úr útgöngu þeirra úr sambandinu. Guardian greinir frá. Spænska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því með fullnægjandi hætti innan sambandsins, að sambandið muni beita sér fyrir því í komandi samningaviðræðum að Bretar nái samningum við Spánverja um framtíð Gíbraltar, ellegar hætta á að íbúar skagans muni lenda fyrir utan sameiginlegt efnahagssvæði Evrópusambandsins. „Sambandið mun standa með meðlimaríkjum og það er núna Spánn,“ hefur verið haft eftir embættismanni sambandsins. Spánverjar hafa gert tilkall til skagans nánast alla tíð, síðan Bretar náðu yfirráðum þar árið 1713. 96 prósent íbúa Gíbraltar kusu með áframhaldandi aðild Bretlands að sambandinu. Í stefnudrögum Evrópusambandsins vegna komandi samningaviðræðna kemur meðal annars fram að samskipti Evrópusambandsins og Bretlands eftir útgöngu Breta, verði ekki rædd fyrr en að lokinni útgöngu. Samningsdrögin gera Spánverjum því kleyft að leggjast gegn því að Gíbraltar-skaginn verði hafður með ef að Bretar og Evrópusambandið gera með sér samkomulag um aðgang Breta að evrópska efnahagssvæðinu. Segir að „engir samningar á milli Evrópusambandsins og Bretlands eigi við um Gíbraltar, án þess að sá samningur hafi verið samþykktur af Spáni og Bretlandi.“ Því má segja að Spánverjar hafi fengið í hendurnar neitunarvald þegar kemur að öllum samningum Bretlands við Evrópusambandið. Breskir ráðamenn hafa tjáð sig um þessa grein í samningsdrögum sambandsins og hefur utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tjáð sig á Twitter síðu sinni um málið og sagt að Bretar muni standa við bakið á íbúum Gíbraltar. Ráðamenn frá Gíbraltar hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með samningsdrögin og segir Fabian Picardo, einn æðsti ráðherra Gíbraltar að það sé óhæft að „fólk Gíbraltar sé notað með þessum hætti af Spánverjum til þess að koma höggi á Breta.“ „Fullveldi okkar er ekki til umræðu. Við ætlum ekki að vera peð í Brexit málinu eða fórnarlömb þessa máls.“Good to speak to #Gibraltar Chief Minister @FabianPicardo. As ever, the UK remains implacable & rock-like in our support for Gibraltar— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 31, 2017
Gíbraltar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira