Innlent

Þýskur fótboltaþjálfari sakaður um kynferðisofbeldi gegn íslenskum dreng

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Berlín, höfuðborg Þýskalands.
Frá Berlín, höfuðborg Þýskalands. Vísir/Getty
Þýskur fótboltaþjálfari hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn íslenskum dreng sem æfði með unglingaliðinu sem hann þjálfaði. Málið er á borði saksóknara í Þýskalandi. Þetta kemur fram í frétt þýska blaðsins Bild.

Þjálfarinn er sakaður um að hafa brotið gegn að minnsta kosti einum leikmanni liðsins með því að hafa farið með hann á vændishús. Þar var drengnum uppálagt að gera kynferðislega hluti með vændiskonu á meðan þjálfarinn horfði á. Var drengnum hótað ofbeldi ef hann gerði ekki það sem til var ætlast.

Drengurinn sagði foreldrum sínum frá brotinu sem létu lögreglu og félagið vita. Þjálfaranum hefur verið vikið frá störfum, en hann þjálfaði unglingalið hjá félaginu.

Í bréfi frá félaginu til foreldra annarra leikmanna hjá liðinu var sagt að samskiptaörðugleikar hefðu komið upp. Þeir væru ástæða brottreksturs þjálfarans og voru foreldrar beðnir um að taka á málinu af varkárni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×