Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Ítarleg umfjöllun um forsetakosningarnar í Frakklandi heldur áfram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en sem fyrr verðum við beinni útsendingu frá Frakklandi. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona, verður í þetta skiptið í beinni frá Louvre í París þar sem stuðningsmenn Emmanuel Macron koma saman í kvöld.

Við ræðum síðan við sex manna fjölskyldu frá Alsír sem vísa á úr landi á næstu dögum. Fjölskyldan sótti um hæli á Íslandi fyrir níu mánuðum og hefur komið sér vel fyrir hér á landi. Fjölskyldufaðirinn segist hafa miklar áhyggjur af framtíð barnanna sinna. Þau geti ekki verið í heimalandinu vegna ofsókna.

Við fylgjumst síðan með Svölu Björgvinsdóttur á rauða dreglinum í Kænugarði en hún undirbýr sig núna fyrir að flytja lagið Paper fyrir dómara á morgun.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×