Innlent

Fréttir Stöðvar 2 - Sannfærður um sigur Macrons

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Björn Ólafs greiddi atkvæði í frönsku forsetakosningunum í dag.
Björn Ólafs greiddi atkvæði í frönsku forsetakosningunum í dag. VÍSIR/STÖÐ 2
Frakkar kjósa nýjan forseta í dag og nú styttist í lokun kjörstaða. Einn af þeim sem kusu í dag er Björn Ólafs, arkitekt, sem hefur búið í París frá árinu 1958.

Hann er handviss um að Emmanuel Macron verði næsti forseti Frakklands, enda gefa kannanir sterklega til kynna að hann fari með sigur af hólmi. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona okkar í París, hitti Björn yfir kaffibolla og þau fóru yfir forsíður blaðanna.

Nánar verður rætt við Björn í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×