Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna 12. júní 2017 11:45 Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands. Vísir/AFP Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, segir engar forsendur vera fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi með Sönnum Finnum undir stjórn Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Sipilä greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrir stundu. Miðflokkur Sipilä, Þjóðarbandalagið og Sannir Finnar hafa starfað saman í ríkisstjórn síðastliðin tvö ár. Halla-aho var kjörinn nýr formaður Sannra Finna um helgina en hann þykir mun harðari í andstöðu sinni gegn innflytjendum en forveri hans í formannsstól, utanríkisráðherrann Timo Soini. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til neyðarfundar á heimili forsætisráðherrans í morgun, en þingmenn Miðflokksins og Þjóðarbandalagsins munu koma saman til þingflokksfundar síðar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin. Fjármálaráðherrann og formaður Þjóðarbandalagsins, Petteri Orpo, hefur tekið í svipaðan streng og forsætisráðherrann og segir Sanna Finna ekki lengur vera sama flokk og fyrir tveimur árum, nú þegar Halla-aho hefur tekið við formennsku. Finnskir fjölmiðlar segja að leiðtogar í stjórnarandstöðunni vilji að boðað verði til þingkosninga, en þá er einnig hugsanlegt að Sænski þjóðarflokkurinn og Kristilegir demókratar taki sæti Sannra Finna í ríkisstjórn. Sipilä hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 að íslenskum tíma.Keskustelut käyty. Yhteinen esityksemme Kesk./Kok. eduskuntaryhmille: ei edellytyksiä jatkaa yhteistyötä Halla-ahon johtaman PS:n kanssa.— Juha Sipilä (@juhasipila) June 12, 2017 Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, segir engar forsendur vera fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi með Sönnum Finnum undir stjórn Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Sipilä greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrir stundu. Miðflokkur Sipilä, Þjóðarbandalagið og Sannir Finnar hafa starfað saman í ríkisstjórn síðastliðin tvö ár. Halla-aho var kjörinn nýr formaður Sannra Finna um helgina en hann þykir mun harðari í andstöðu sinni gegn innflytjendum en forveri hans í formannsstól, utanríkisráðherrann Timo Soini. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til neyðarfundar á heimili forsætisráðherrans í morgun, en þingmenn Miðflokksins og Þjóðarbandalagsins munu koma saman til þingflokksfundar síðar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin. Fjármálaráðherrann og formaður Þjóðarbandalagsins, Petteri Orpo, hefur tekið í svipaðan streng og forsætisráðherrann og segir Sanna Finna ekki lengur vera sama flokk og fyrir tveimur árum, nú þegar Halla-aho hefur tekið við formennsku. Finnskir fjölmiðlar segja að leiðtogar í stjórnarandstöðunni vilji að boðað verði til þingkosninga, en þá er einnig hugsanlegt að Sænski þjóðarflokkurinn og Kristilegir demókratar taki sæti Sannra Finna í ríkisstjórn. Sipilä hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 að íslenskum tíma.Keskustelut käyty. Yhteinen esityksemme Kesk./Kok. eduskuntaryhmille: ei edellytyksiä jatkaa yhteistyötä Halla-ahon johtaman PS:n kanssa.— Juha Sipilä (@juhasipila) June 12, 2017
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51