Erlent

Reyndu að flýja til Evrópu falin í ferðatösku og mælaborði bifreiðar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ungum manni hafði verið komið fyrir í ferðatösku þar sem hann reyndi að komast til Evrópu í gegnum Ceuta.
Ungum manni hafði verið komið fyrir í ferðatösku þar sem hann reyndi að komast til Evrópu í gegnum Ceuta. Vísir/EPA
Lögreglan í Ceuta, yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku, hefur handtekið tvo Marokkóbúa sem reyndu að smygla fólki inn til Ceuta.

Við leit í bifreið á þriðjudag fann lögreglan eina manneskju falda í mælaborði bifreiðarinnar og aðra í aftursæti hennar.

Maðurinn og konan, sem talin eru vera frá Gíneu, þurftu bæði á fyrstu hjálp að halda, þar sem lítið andrými var á felustöðum þeirra. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Einni manneskjunni hafði verið komið fyrir í mælaborði bifreiðar.Vísir/Epa
Í öðru tilfelli fannst ungur afrískur maður í ferðatösku þann 30. desember. Talið er að maðurinn sé frá Gabon og þarfnaðist hann einnig læknisaðstoðar.

22 ára gömul kona frá Marokkó hafði reynt að smygla honum til Ceuta, en tollayfirvöld skipuðu henni að opna töskuna, sem var bundin við farangurskerru. 

Algengt er að ólöglegir innflytjendur í Marokkó frá löndum sunnan Sahara reyni að komast til Evrópu í gegnum Ceuta, oft með því að klifra yfir girðingu á landamærum Ceuta og Marokkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×