„Sængurfatnaður er hlýleg jólagjöf og undurgott að sofna á jólanótt með nýja sæng. Maður finnur svo góðan mun og sanna sælu,“ segir Hafdís Hrönn Reynisdóttir, verslunarstjóri í Betra baki, þar sem stemningin er einkar jólaleg nú síðustu dagana fyrir jól, enda verið að velja notalegan varning í jólapakkana fyrir náðugustu stundir heimilislífsins.

„Lökin eru algjört undur og hreinasti lúxus. Við steinhættum að bjóða upp á önnur lök því að viðskiptavinirnir vildu ekkert nema Bella Donna. Búið er að forþvo lökin sem er mikill kostur fyrir jólin, að geta sett þau beint á rúmin. Þá lofa rúmfötin okkar dásamlegri slökun og nætursvefni, auk þess að vera mikið augnayndi og straufrí úr silki og egypskri bómull frá Boss, Calvin Klein, Kenzo og Elegante,“ segir Hafdís og náttslopparnir frá Boss og Calvin Klein hitta líka alla í hjartastað.

Betra bak er rómuð verslun fyrir undursamleg rúm en margir verða hissa þegar þeir finna þar breiða línu húsgagna og hvers kyns húsbúnað fyrir heimilið.
„Við erum með gullfalleg teppi, ómótstæðileg jólailmkerti frá Ralph Lauren, æðislega hægindastóla og yndislega mjúk og falleg rúmteppi í bland við undurfagra rúmgafla, náttborð og sófasett,“ segir Hafdís og rétt tæpir á úrvalinu.
„Við erum með dýrindis gormadýnur og Tempur-dýnur í öllum verðflokkum, stillanleg og venjuleg rúm, og úrval rúmgafla sem hægt er að velja í stíl við heimilið. Allt sendum við svo heim og gerum tilbúið,“ segir Hafdís sem í Betra baki er með allt fyrir svefnherbergið.

„Fyrir jólin er vinsælt hjá pörum að velja sér veglegri hluti í sameiginlega og rómantíska jólagjöf, og mörg hjón hafa komið og keypt sér nýtt rúm til að sofa vel í og hafa það yndislegt saman um jólin,“ segir Hafdís.

Heilsuinniskórnir Undri slógu í gegn hjá Betra baki um síðustu jól og seldust upp fyrir hátíðarnar. Voru gefin út hundruð korta fram að jólum á meðan beðið var eftir nýrri sendingu sem barst á milli jóla og nýárs, en Hafdís pantaði þrefalt magn af Undra fyrir komandi jól.
„Undri er hin fullkomna jólagjöf,“ segir Hafdís. „Skórnir draga úr spennu, örva blóðflæði og veita örvun frá mjöðmum upp í höfuð með fimm svæða innleggi sem þrýstir undir ilina og líkir eftir kínversku nuddi í gegnum fimm taugapunkta á ilinni,“ útskýrir Hafdís um Undra sem er íslensk hönnun með nuddinnleggi frá virtum, þýskum framleiðanda. „Við völdum nafnið á skóna, útlitið og efnið, sem er merinóull, og unnum skóna í samstarfi við stoðtækjafræðing svo að vellíðan og slökun yrði alger.“

„Tempur aðlagast öxlum og hálsi og heldur hryggsúlunni í beinni línu með óskertu blóðflæði. Þeir sem einu sinni eignast Tempur-kodda vilja ekki annað enda fæst ekki jafn góður stuðningur í neinum öðrum koddum,“ segir Hafdís.
Sængurnar í Betra baki rjúka líka út í jólapakkana. Vinsælustu sængurnar eru hitajöfnunarsængin Temprakon og sæng úr 100 prósent gæsadún.
„Temprakon nýtur verðskuldaðra vinsælda enda heldur hún alltaf réttu hitastigi og er aldrei of heit né of köld en þó úr 90 prósent dún ef verða skyldi mjög kalt. Gæsadúnsængin er dásamlega lauflétt, umvefjandi og hlý, og maður upplifir einstaka vellíðan og þægindi með nýrri og vandaðri sæng á þreyttum kroppnum,“ segir Hafdís.

Betra bak er í Faxafeni 5 í Reykjavík og á Akureyri og Ísafirði. Sími 5 888 477. Sjá nánar á betrabak.is