Líflátshótunum rignir yfir ungfrú Írak Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2017 14:30 Sarah Idan og Adar Gandelsman. Vísir/AFP Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina. Mið-Austurlönd Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina.
Mið-Austurlönd Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira