Fótbolti

Mbappe: Sagði nei við City, ekki Guardiola

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mbappe á æfingu með PSG
Mbappe á æfingu með PSG Vísir/getty
Kylian Mbappe sagði í viðtali við franska blaðið L'Equipe að hann hafi verið ánægður með samræður sínar og Pep Guardiola en hafi hafnað Manchester City því hann vildi vera áfram í Frakklandi.

PSG tilkynnti formlega í vikunni að Mbappe væri orðinn leikmaður liðsins, en hann kom á lánssamningi frá Mónakó.

„Hann er þjálfari sem lifir fyrir fótbolta,“ sagði Mbappe um Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, en hann hitti Guardiola í sumar til að ræða möguleikann á að ganga til liðs við enska stórliðið.

„Hann hefur unnið alls staðar og hann geislar af ástríðu. Hann fyllir mann löngun í að spila og hugsa bara um fótbolta, því hann talar bara um fótbolta. Hann talar ekkert um hvað gerist í kringum leikinn sjálfan.“

„Þegar við hittumst töluðum við um taktík, hvernig hann myndi nota mig. Við töluðum meira um það heldur en hvað ég get gert, því ég þekki sjálfan mig betur en nokkur annar. Ekki einu sinni Guardiola getur sagt mér eitthvað sem ég veit ekki.“

„Ég sagði ekki nei við Guardiola, ég sagði nei við Manchester City,“ sagði hinn 18 ára Mbappe.








Tengdar fréttir

Mbappé lánaður til PSG

Paris Saint-Germain hefur fengið franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×