Minningarathöfn um Birnu um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2017 20:39 Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. Minningarathöfn verður haldin næstkomandi laugardag til minningar um Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur 14. janúar og fannst látin í gær. Gengið verður frá þeim stað þar sem Birna sást síðast á lífi. Í samtali við Vísi segir annar skipuleggjendi athafnarinnar að minningarathöfnin sé haldin með samþykki fjölskyldu Birnu. Sjá má að um rúmlega þúsund manns hafa boðað komu sína en stefnt er að því að safnast saman fyrir framan Laugaveg 31 klukkan 16.00 á laugardaginn en þar sást Birna síðast á lífi. Þaðan verður gengið niður Laugaveginn og kertum fleytt á Tjörnina. „Ég hvet alla til að koma saman og minnast Birnu Brjánsdóttur sem var tekin alltof fljótt frá fjölskyldu sinni vinum og ættingjum. Ég þekkti Birnu ekki en hef tekið þetta mikið inná mig eins og öll þjóðin hefur gert,“ skrifar annar skipuleggjanda á Facebook-síðu minningarathafnarinnar.Íslendingar, sem og aðrir, eru harmi slegnir vegna andláts Birnu og hafa margir sent fjölskyldu og vinum Birnu samúðarkveðjur. Mátti sjá margar myndir með kertum á Facebook, Instagram og Twitter þar sem Birnu var minnst. Þá hafa Grænlendingar einnig minnst Birnu en íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands í gærkvöldi og minntust hennar. Kveikt var á kertum víðar á Grænlandi í gærkvöldi en sem kunnugt er eru tveir grænlenskir skipverjar í haldi grunaðir um aðild að dauða Birnu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Minningarathöfn verður haldin næstkomandi laugardag til minningar um Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur 14. janúar og fannst látin í gær. Gengið verður frá þeim stað þar sem Birna sást síðast á lífi. Í samtali við Vísi segir annar skipuleggjendi athafnarinnar að minningarathöfnin sé haldin með samþykki fjölskyldu Birnu. Sjá má að um rúmlega þúsund manns hafa boðað komu sína en stefnt er að því að safnast saman fyrir framan Laugaveg 31 klukkan 16.00 á laugardaginn en þar sást Birna síðast á lífi. Þaðan verður gengið niður Laugaveginn og kertum fleytt á Tjörnina. „Ég hvet alla til að koma saman og minnast Birnu Brjánsdóttur sem var tekin alltof fljótt frá fjölskyldu sinni vinum og ættingjum. Ég þekkti Birnu ekki en hef tekið þetta mikið inná mig eins og öll þjóðin hefur gert,“ skrifar annar skipuleggjanda á Facebook-síðu minningarathafnarinnar.Íslendingar, sem og aðrir, eru harmi slegnir vegna andláts Birnu og hafa margir sent fjölskyldu og vinum Birnu samúðarkveðjur. Mátti sjá margar myndir með kertum á Facebook, Instagram og Twitter þar sem Birnu var minnst. Þá hafa Grænlendingar einnig minnst Birnu en íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands í gærkvöldi og minntust hennar. Kveikt var á kertum víðar á Grænlandi í gærkvöldi en sem kunnugt er eru tveir grænlenskir skipverjar í haldi grunaðir um aðild að dauða Birnu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42