Líkið krufið síðar í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2017 11:15 Selvogsviti á sunnanverðu Reykjanesi, þar sem líkið fannst. Vísir/Getty Líkið sem fannst við Selvogsvita í hádeginu í gær verður krufið seinni partinn í dag. Að krufningu lokinni ætti að vera hægt að segja til með vissu hvort um lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, sé að ræða. Vísir greindi frá því í gær að austurrískur réttarmeinalæknir væri á leið til landsins en hann mun annast rannsóknina á líkinu. Hann er væntanlegur um hádegi en hann starfar bæði hér og erlendis við réttarmeinarannsóknir. Vonast er til að hann gæti fundið svörin við fjölda útistandandi spurninga; eins og hvort um Birnu sé að ræða, hver dánarorsök hennar var, hvenær hún lést og hvort dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gengur þó út frá því að Birnu hafi verið ráðinn bani í rauðu Kia Rio bifreiðinni, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í bílnum. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leið til landsinsEkki verður þó fyllilega úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkunum. Grímur Grímsson segir að mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild á málinu verði annað hvort yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. Hvort það verði gert á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrir helgi, eða á Litla-Hrauni, þar sem þeir eru nú í einangrun, hefur ekki verið ákveðið. „Það getur hvort tveggja verið, það er yfirheyrslubúnaður á Litla Hrauni og svo auðvitað hér [í borginni],“ segir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í liðinni viku. Búið er að kæra þann úrskurð en ekki liggur fyrir hvort að Hæstiréttur fallist á að framlengja gæsluvarðhaldið um tvær vikur til viðbótar eins og farið hefur verið fram á. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Líkið sem fannst við Selvogsvita í hádeginu í gær verður krufið seinni partinn í dag. Að krufningu lokinni ætti að vera hægt að segja til með vissu hvort um lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, sé að ræða. Vísir greindi frá því í gær að austurrískur réttarmeinalæknir væri á leið til landsins en hann mun annast rannsóknina á líkinu. Hann er væntanlegur um hádegi en hann starfar bæði hér og erlendis við réttarmeinarannsóknir. Vonast er til að hann gæti fundið svörin við fjölda útistandandi spurninga; eins og hvort um Birnu sé að ræða, hver dánarorsök hennar var, hvenær hún lést og hvort dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gengur þó út frá því að Birnu hafi verið ráðinn bani í rauðu Kia Rio bifreiðinni, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í bílnum. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leið til landsinsEkki verður þó fyllilega úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkunum. Grímur Grímsson segir að mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild á málinu verði annað hvort yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. Hvort það verði gert á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrir helgi, eða á Litla-Hrauni, þar sem þeir eru nú í einangrun, hefur ekki verið ákveðið. „Það getur hvort tveggja verið, það er yfirheyrslubúnaður á Litla Hrauni og svo auðvitað hér [í borginni],“ segir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í liðinni viku. Búið er að kæra þann úrskurð en ekki liggur fyrir hvort að Hæstiréttur fallist á að framlengja gæsluvarðhaldið um tvær vikur til viðbótar eins og farið hefur verið fram á.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30