Misvísandi fréttir hafa borist um fjölda látinna, en sýrleskur ríkisfjölmiðinn Sana segir að níu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni, þar af fjögur börn. Segir að hinir látnu hafi verið íbúar í nálægu þorpi. Sjö til viðbótar hafi særst í árásinni. Ekki er ljóst hvort að þeir sex sem talsmaður Sýrlandshers hafði áður sagt hafa látið lífið í árásinni séu meðal þeirra níu sem Sana segir nú hafa látið lífið.
Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að fjórir sýrlenskir hermenn hafi farist í árásinni, tveggja væri enn saknað og sex hafi hlotið brunasár.
Bandaríkjaher skaut 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn í Shayrat frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi klukkan 00:40 að íslenskum tíma í nótt.
Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.
Nánar má lesa um árásina hér.
BREAKING: Syrian President Bashar Assad's office denounces US strike, describes it as "reckless, irresponsible behavior" .
— The Associated Press (@AP) April 7, 2017