Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2017 12:45 Malín Brand. vísir/gva Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, segir að sín fyrstu viðbrögð við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í fjárkúgunarmáli Malínar og systur hennar, Hlínar Einarsdóttur, séu þau að dómurinn sé of þungur. Hann hafi rætt við Malín eftir að dómurinn féll en segir ekki ákveðið hvort honum áfrýjað. Þau muni á næstu dögum ákveða framhaldið. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst dómurinn of þungur. Ég get ekkert leynt því og þetta eru mikil vonbrigði en ég er ekki búinn að kynna mér dóminn til hlítar svo að á næstu dögum þá munum við ákveða framhaldið,“ segir Hólmgeir í samtali við Vísi. Systurnar voru báðar dæmdar í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, en þær voru annars vegar dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen í apríl 2015 og hins vegar fyrir tilraun til fjárkúgunar gegn þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í maí 2015.Segir hlutverk Malínar hafa verið minna Við þingfestingu málsins játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð. Malín játaði hlutdeild málinu en neitaði samverknaði þó að systurnar hafi í raun verið ákærðar fyrir sama brotið og fá svo sama dóminn. „Mín skoðun er sú að hlutverk Malínar hafi verið miklu minna heldur en Hlínar, það er engum blöðum um það að fletta, en ég vil samt ekkert vera að segja hvernig ég hefði viljað sjá dæmt í málinu. En mér finnst kannski ekki nægilega greint á milli, það er að segja mér finnst verknaður þeirra beggja ekki kalla á sömu refsingu yfir þeim báðum,“ segir Hólmgeir. Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari sem mætt var við dómsuppsöguna fyrir hönd ákæruvaldsins, sagði í samtali við fréttamann 365 í héraðsdómi í hádeginu að niðurstaðan væri í samræmi við það sem lagt hafði verið upp með. Hún teldi því ólíklegt að málinu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins en tók þó fram að það ætti eftir að fara yfir dóminn og taka formlega afstöðu til þess.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, segir að sín fyrstu viðbrögð við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í fjárkúgunarmáli Malínar og systur hennar, Hlínar Einarsdóttur, séu þau að dómurinn sé of þungur. Hann hafi rætt við Malín eftir að dómurinn féll en segir ekki ákveðið hvort honum áfrýjað. Þau muni á næstu dögum ákveða framhaldið. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst dómurinn of þungur. Ég get ekkert leynt því og þetta eru mikil vonbrigði en ég er ekki búinn að kynna mér dóminn til hlítar svo að á næstu dögum þá munum við ákveða framhaldið,“ segir Hólmgeir í samtali við Vísi. Systurnar voru báðar dæmdar í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, en þær voru annars vegar dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen í apríl 2015 og hins vegar fyrir tilraun til fjárkúgunar gegn þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í maí 2015.Segir hlutverk Malínar hafa verið minna Við þingfestingu málsins játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð. Malín játaði hlutdeild málinu en neitaði samverknaði þó að systurnar hafi í raun verið ákærðar fyrir sama brotið og fá svo sama dóminn. „Mín skoðun er sú að hlutverk Malínar hafi verið miklu minna heldur en Hlínar, það er engum blöðum um það að fletta, en ég vil samt ekkert vera að segja hvernig ég hefði viljað sjá dæmt í málinu. En mér finnst kannski ekki nægilega greint á milli, það er að segja mér finnst verknaður þeirra beggja ekki kalla á sömu refsingu yfir þeim báðum,“ segir Hólmgeir. Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari sem mætt var við dómsuppsöguna fyrir hönd ákæruvaldsins, sagði í samtali við fréttamann 365 í héraðsdómi í hádeginu að niðurstaðan væri í samræmi við það sem lagt hafði verið upp með. Hún teldi því ólíklegt að málinu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins en tók þó fram að það ætti eftir að fara yfir dóminn og taka formlega afstöðu til þess.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira