Blóðbankinn hefur óskað eftir að blóðgjafar í O-flokki komi og gefi blóð vegna rútuslyssins vestan við Kirkjubæjarklaustur fyrr í dag.
Þetta segir Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum, í samtali við Vísi. Hún segir að ekki sé um neyðarástand, en að þörf sé á meira blóði, enda hafi ekki verið opið í bankanum síðan fyrir jól.
Ákveðið hefur verið að lengja opnunartímann í Blóðbankanum um fjóra tíma í dag. Verður því opið til klukkan 19 í stað 15 líkt og vanalega er á miðvikudögum.
Jórunn segir að nú klukkan 14 hafi allir bekkir verið fullir, en að starfsmenn vonist til að sjá „stöðugt rennerí“ af fólki fram að lokun.
O mínus er neyðarblóð, það er blóð sem notað í slysum og þegar gefa þarf einstaklingi blóð áður en búð er að ganga úr skugga um í hvaða blóðflokki hann er.
Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki
Tengdar fréttir
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“
Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda.