Innlent

Biðin eftir hjúkrunarrými stóreykst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Embætti landlæknis telur æskilegt að efla heimaþjónustuna og fjölga hjúkrunarrýmum en íslenska þjóðin er að eldast.
Embætti landlæknis telur æskilegt að efla heimaþjónustuna og fjölga hjúkrunarrýmum en íslenska þjóðin er að eldast. vísir/vilhelm
Bæði biðlistar og bið eftir hjúkrunarrými hafa lengst frá árinu 2014. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknis. Í nóvember síðastliðnum biðu 8,9 einstaklingar á hverja 1.000 íbúa, en í janúar 2014 voru þeir 5,8.

Ýmsar ástæður eru fyrir þessari þróun. Fyrst má nefna að íslenska þjóðin er að eldast. Þá hefur aðbúnaður á hjúkrunarheimilum víða verið bættur, fjölbýlum meðal annars verið breytt í tvíbýli eða einbýli og við það hefur hjúkrunarrýmum fækkað.

Tekið er fram í riti Landlæknis að hér á landi eru hlutfallslega fleiri hjúkrunarrými en á öðrum Norðurlöndum, en þar er víða öflugri heimahjúkrun og heimaþjónusta sem getur gert einstaklingum kleift að búa lengur heima en ella.

„Æskilegt væri að efla slíka þjónustu hérlendis en einnig þarf að byggja fleiri hjúkrunarheimili til að geta boðið hjúkrunarrými fyrir þá sem geta ekki búið heima þrátt fyrir öfluga heimahjúkrun og heimaþjónustu,“ segir í Talnabrunni Landlæknis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×