Enski boltinn

Hafði ekki skorað í 19 mánuði en skoraði svo tvö á sex mínútum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ashley Young er kominn með tvö mörk.
Ashley Young er kominn með tvö mörk. vísir/getty
Manchester United er 0-3 yfir í hálfleik gegn Watford á Vicarage Road.

Ashley Young hefur reynst sínu gamla liði erfiður en hann skoraði fyrstu tvö mörk United. Það seinna var sérlega glæsilegt; skot beint úr aukaspyrnu sem söng í netinu.

Young hefur ekki skorað mikið fyrir United síðustu ár. Raunar hafði hann ekki skorað í 19 mánuði áður en stíflan brast í kvöld. Og þá komu tvö mörk á sex mínútum.

Young átti einnig risastóran þátt í sigurmarki United gegn Brighton á laugardaginn. Skot hans fór þá af Lewis Dunk, varnarmanni Brighton, og í netið.

Eftir erfiða tíma hefur Young gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá United og er orðinn lykilmaður í liðinu.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leik Watford og Manchester United með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×