Fótbolti

„Hring eftir hring“ er nýja hornataktík franska landsliðsins | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frönsku stelpurnar undirbúa hér hornspyrnuna.
Frönsku stelpurnar undirbúa hér hornspyrnuna. Vísir/AFP
Frakkland og Svíþjóð gerðu jafntefli í vináttulandsleik í Bordeaux í gærkvöldi. Það var ekkert skorað í leiknum en nýja hornataktík frönsku landsliðskvennanna vakti kannski mesta athygli.

Það er oft talað að fótboltalið komi með eitthvað af æfingasvæðinu og þá sérstaklega í tengslum við föst leikatriði eins og aukaspyrnur og hornspyrnur.

Corinne Diacre er nýtekin við sem þjálfari franska landsliðsins og hún er strax byrjuðu að brydda upp á nýjungum.

TV4 sjónvarpsstöðin sýndi frá leiknum í gær og í umræðu eftir leikinn veltu umsjónarmenn fyrir sér nýrri hornataktík franska landsliðsins eins og sjá má hér fyrir neðan.





Allir leikmenn franska liðsins inn í vítateignum mynduðu hring og fóru nokkra hringi áður en þær keyrðu í átt að markinu um leið og hornspyrnan var tekin.

Það kom ekkert út út þessu horni sem TV4 sýndi og eflaust eru margir að velta því fyrir sér hvort þær rugla sjálfa sig eða andstæðingana meira í ríminu með þessari hringekkju sinni.

Það voru allavega einhverjir að biðja um útskýringu á þessu á twitter eftir leikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×