Enski boltinn

Stuðningsmenn Everton hneykslast á því að Gylfi sé látinn spila út á kanti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var ein besta tían í ensku úrvalsdeildinni þegar hann spilaði með Swansea undanfarin tímabil. Okkar maður raðaði inn mörkum og stoðsendingum enda að spila sína bestu stöðu.

Hann var síðan keyptur fyrir metfé til Everton en hefur ekki náð að standa undir þeim verðmiða í fyrstu þrettán umferðum tímabilsins.

Gylfi hefur samt búið til mark í síðustu tveimur leikjum og skoraði stórglæsilegt mark á sunnudaginn.

Stuðningsmenn Everton eru allt annað en sáttir við lítið framlag frá íslenska landsliðsmanninum en eftir tapleikinn á móti Southampton um helgina þá beinast spjótin frekar að knattspyrnustjóranum en Gylfa.

Stuðningsmenn Everton hneykslast á því að Gylfi sé látinn spila út á kanti í stað þess að hann sé látinn sína bestu stöðu framarlega á miðjunni.

Gylfi skoraði einmitt markið um helgina þegar hann var kominn af vinstri kantinum og fyrir framan teiginn.

Ronald Koeman var látinn fara sem knattspyrnustjóri Everton fyrr á tímabilinu og hann var einnig gagnrýndur fyrir að setja Gylfa út á kantinn. Það er eins og David Unsworth hafi ekkert lært á óförum hans.

Hér fyrir neðan má sjá stuðningsmenn Everton segja sínar skoðanir á leikstöðu dýrasta knattspyrnumanns félagsins frá upphafi.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×