Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 12:44 Brjóstahaldararnir sóma sér vel á girðingunni undir Eyjafjöllum. Anna Fríða Jónsdóttir Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira