Viðskipti innlent

Stjórn Klakka vill hætta við bónusgreiðslur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nánast eina eign Klakka í dag er Lykill fjármögnun en félagið hefur verið sett í opið söluferli.
Nánast eina eign Klakka í dag er Lykill fjármögnun en félagið hefur verið sett í opið söluferli. Vísir/Stefán
Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Klakka.

Ástæðan fyrir ákvörðuninni eru hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi.

„Stjórnin hefur hlýtt á þær athugasemdir sem fram hafa komið og og telur að óhjákvæmilegt sé að bregðast við til að skapa traust í garð félagsins. Slíkt traust sé enda grundvallaratriði fyrir alla sem stunda viðskipti á Íslandi,” segir í tilkynningu.

Fréttablaðið sagði frá því í gær að stjórnendur Klakka gætu fengið samanlagt um 550 milljónir króna í bonus í tengslum við væntanlega sölu á Lykli, stærstu eign Klakka.

Vill stjórn Klakka með þessari ákvörðun stuðla að því að friður geti ríkt um Lykil og þannig hámarkað virði félagsins í þágu allra hluthafa.


Tengdar fréttir

Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka

Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus.

Segjast ekki hafa getað komið í veg fyrir bónuspott Klakka

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir bónusgreiðslur stjórnenda og hluthafa Klakka upp á 550 milljónir króna vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×