Saga Borgarness í myndum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2017 09:45 Heiður Hörn sýningarhönnuður og Heiðar Lind sem sá um val á myndum og samdi texta. Mynd/Guðrún Jónsdóttir „Það var 22. mars árið 1867 sem lausakaupmenn fengu leyfi til að sigla skipum sínum í Borgarnes og versla þar, voru reyndar byrjaðir aðeins áður, en Borgnesingar miða við þennan dag sem afmælisdag og nú eru semsagt liðin 150 ár frá þessum viðburði,“ segir Heiðar Lind Hansson, sagnfræðingur og blaðamaður á Skessuhorni. Hann sá um val á ljósmyndum og gerð myndatexta á sýningu sem opnuð verður á morgun klukkan 17 í Safnahúsi Borgarfjarðar og nefnist Tíminn gegnum linsuna. Myndirnar á sýningunni eru eftir fjóra Borgnesinga, þá Friðrik Þorvaldsson hafnarvörð, Einar Ingimundarson málara, Júlíus Axelsson verkamann og Theodór Kr. Þórðarson lögreglumann. „Myndefnið ber þess merki að ljósmyndararnir eru heimamenn. Þar eru húsin og fólkið og þar er saga sögð,“ segir Heiðar og heldur áfram: „Elstu myndirnar eru frá 1930, þær eru eftir Friðrik sem flutti í Borgarnes um 1920 og var einn af fyrstu íbúum bæjarins. Sá sem er næstur í tímaröðinni er Einar, hann var fæddur og uppalinn í bænum og var að taka myndir frá 1960 fram til 1970. Myndir Júlíusar eru frá því rétt fyrir 1980 og fram yfir 1990 og síðan eru það myndir Theodórs sem kallaður var Teddi lögga, hann tók mikið af myndum á 10. áratugnum og fram yfir aldamót.“ Heiðar er annar tveggja höfunda Sögu Borgarness sem er að koma út um þessar mundir. Hinn var Egill Ólafsson, blaðamaður og sagnfræðingur. Borgarnes við upphaf 20. aldar. Mynd/Sigfús EymundssonHeiðar segir efnið sem safnaðist saman í þeirri vinnu ekki allt hafa rúmast innan bókaspjaldanna þó það hafi verið þess verðugt. Myndirnar á sýningunni séu meðal þess. Nú fái þær að njóta sín. „Það var auðvitað talsverð vinna að afla upplýsinga um myndirnar og koma þeim til skila í texta sem er þokkalega knappur en segir samt mikið,“ segir Heiðar og getur þess einnig að sýningarhönnuður sé Heiður Hörn Hjartardóttir, grafískur hönnuður og ferðaþjónustubóndi á Bjargi í Borgarnesi. Hátíðarfundur verður hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar klukkan 15 á morgun í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, sem stendur við hliðina á Landnámssetrinu, og að því loknu verður tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars 2017 Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það var 22. mars árið 1867 sem lausakaupmenn fengu leyfi til að sigla skipum sínum í Borgarnes og versla þar, voru reyndar byrjaðir aðeins áður, en Borgnesingar miða við þennan dag sem afmælisdag og nú eru semsagt liðin 150 ár frá þessum viðburði,“ segir Heiðar Lind Hansson, sagnfræðingur og blaðamaður á Skessuhorni. Hann sá um val á ljósmyndum og gerð myndatexta á sýningu sem opnuð verður á morgun klukkan 17 í Safnahúsi Borgarfjarðar og nefnist Tíminn gegnum linsuna. Myndirnar á sýningunni eru eftir fjóra Borgnesinga, þá Friðrik Þorvaldsson hafnarvörð, Einar Ingimundarson málara, Júlíus Axelsson verkamann og Theodór Kr. Þórðarson lögreglumann. „Myndefnið ber þess merki að ljósmyndararnir eru heimamenn. Þar eru húsin og fólkið og þar er saga sögð,“ segir Heiðar og heldur áfram: „Elstu myndirnar eru frá 1930, þær eru eftir Friðrik sem flutti í Borgarnes um 1920 og var einn af fyrstu íbúum bæjarins. Sá sem er næstur í tímaröðinni er Einar, hann var fæddur og uppalinn í bænum og var að taka myndir frá 1960 fram til 1970. Myndir Júlíusar eru frá því rétt fyrir 1980 og fram yfir 1990 og síðan eru það myndir Theodórs sem kallaður var Teddi lögga, hann tók mikið af myndum á 10. áratugnum og fram yfir aldamót.“ Heiðar er annar tveggja höfunda Sögu Borgarness sem er að koma út um þessar mundir. Hinn var Egill Ólafsson, blaðamaður og sagnfræðingur. Borgarnes við upphaf 20. aldar. Mynd/Sigfús EymundssonHeiðar segir efnið sem safnaðist saman í þeirri vinnu ekki allt hafa rúmast innan bókaspjaldanna þó það hafi verið þess verðugt. Myndirnar á sýningunni séu meðal þess. Nú fái þær að njóta sín. „Það var auðvitað talsverð vinna að afla upplýsinga um myndirnar og koma þeim til skila í texta sem er þokkalega knappur en segir samt mikið,“ segir Heiðar og getur þess einnig að sýningarhönnuður sé Heiður Hörn Hjartardóttir, grafískur hönnuður og ferðaþjónustubóndi á Bjargi í Borgarnesi. Hátíðarfundur verður hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar klukkan 15 á morgun í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, sem stendur við hliðina á Landnámssetrinu, og að því loknu verður tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars 2017
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira