Innlent

Sóttu slasaða konu á Esjuna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Konan er slösuð en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hennar eru.
Konan er slösuð en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hennar eru. Vísir/Anton
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú rétt eftir hádegi í dag til að aðstoða konu sem hafði þar dottið og slasað sig við fjallgöngu.

Sérhæfður fjallabjörgunarhópur frá slökkvistöðinni í Mosfellsbæ og Tunguhálsi var sendur á staðinn.

„Það gekk mjög greiðlega að finna konuna, við vorum í símasambandi við hana allan tímann og við þá sem voru með henni,“ segir Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Konan er slösuð en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hennar eru.

Slökkviliðismenn vinna nú að því að flytja konuna niður af Esjunni og verður hún þaðan flutt á slysadeild Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×